Auðbjörg Ástrós Árnadóttir, fædd 24. Október 1892 í Vestmannaeyjum. Dáin 1994 í Spanish Fork í Utah. Hún var dóttir Jóhönnu Lárusdóttur frá Búastöðum og Árna Árnasonar frá Vilborgarstöðum. Litla Rósin fór til Bandaríkjanna með móður sinni 1893, en faðir hennar kom þangað 1892. Þau Árni og Jóhanna komu aftur heim til Íslands árið 1898, með 2 ára gamlan son sinn Lárus Georg (sjá skírnarvottorð) sem var fæddur í Spanish Fork 12. Júlí 1896. Þau tóku ekki mormónatrú eins og móðir hans og systkini og urðu fljótlega full af heimþrá, sem að jókst eftir að litla dóttir þeirra dó.